Blogg

Andaconfit að hætti Nönnu - 17. des. 2017

Þessi stórgóða uppskrif kemur úr nýrri bók Nönnu Rögnvaldardóttur sem ber hið skemmtilega nafn Pottur, panna og Nanna. Andaconfit, eða confit de canard eins og Frakkarnir segja, er herramannsmatur sem hefur oft verið á borðum á aðfangadag hjá Kokku fjölskyldunni. Þess vegna fannst okkur alveg tilvalið að fá  Nönnu til að deila uppskriftinni með okkur núna þegar slétt vika er í jólin. 

Lesa meira
Lussekatter---1

Lúsíubollur úr súrdeigi - 13. des. 2017

Lúsíuhátíðin er haldin hátíðleg 13. desember ár hvert, þá einna helst í Svíþjóð. Þó svo að Lúsíuhátíðin hafi kannski ekki fest sig almennilega í sessi hér á landi þá er hún samt hið fínasta tækifæri til þess að baka þessar gómsætu saffranbollur!

Lesa meira
Kulur

Kærleikskúlan 2017 - 06. des. 2017

Kærleikskúlan verður til sölu hjá okkur á Laugaveginum í tvær vikur, 6. - 20. desember, ásamt jólaóróanum. Kærleikskúlan í ár er eftir tröllin Ūgh og Bõögâr með dyggri aðstoð Egils Sæbjörnssonar. Jólaóróann hannaði Goddur en meðfylgjandi ljóð er eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur.

Lesa meira
Oskalisti_svonu

Óskalisti Svönu - 03. des. 2017

Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti heimilis- og hönnunarblogginu Svart á hvítu. Hún sagði okkur aðeins frá jólahefðunum og við fengum Svönu til að setja saman óskalista. Hann inniheldur hvorki fleiri né færri en 20 hluti!

Lesa meira

Hátíðaropnun - 01. des. 2017

Eins og venjulega lengjum við opnunartímann þegar nær dregur jólum. Formleg jólaopnun í ár hefst 14. desember.

Lesa meira
Byrjendabraud

Að fóðra súrinn og hnoðlaust byrjendabrauð - 27. nóv. 2017 Uppskriftir Fróðleikur Bakstur súrdeig

Til þess að geta bakað skiptir máli að súrinn (einnig kallað súrdeigsmóðir) sé hress og í góðu jafnvægi. Annars getur reynst erfitt og jafnvel ómögulegt að baka úr honum. Þetta er í rauninni eins og að eiga lítið gæludýr á eldhúsbekknum sínum. Hér er farið í meginatriði fóðrunar og í lokin deilir Ragnheiður Maísól uppskrift að hnoðlausu byrjendabrauði

Lesa meira
Súrdeigsmóður á degi þrjú í krukku

Hvernig býrðu til súrdeigsmóður? - 15. nóv. 2017 Uppskriftir Fróðleikur Bakstur súrdeig

Áður en súrdeigsbakstur hefst þarf að verða sér út um svokallaða súrdeigsmóður, eða geril. Það kann að hljóma flókið að búa til lítið vistkefi í krukku en það er hægðarleikur ef farið er rétt að. Hér útskýrir Ragnheiður Maísól ferlið skref fyrir skref á einfaldan hátt.

Lesa meira
Jansen+co ofnmót úr leir á bláum grunni.

Brennd jörð í allri sinni litadýrð - 14. nóv. 2017 Nýjungar Jansen+co

Í nýju Terra línunni frá Jansen+Co fá hráir eiginleikar terracotta leirsins að njóta sín. Hlýir jarðtónarnir ásamt hrjúfu yfirborði mæta andstæðu sinni sléttum glerjungnum og skærum litum. Þetta dásamlega jafnvægi lita og áferðar skapa vörulínunni einstakan karakter. Vörulínan samanstendur af mótum í fjórum stærðum og potti með loki.

Lesa meira
Lodge pönnur

Að velja sér pönnu: Steypujárn - 20. jún. 2017 Fróðleikur Lodge pönnur

Við fáum daglega heimsókn frá viðskiptavinum sem eru að leita sér að pönnu sem gerir allt. Ímyndið ykkur vonbrigðin þegar við þurfum að útskýra að hún sé ekki til! Sem betur fer getum við hjálpað þér að finna pönnu sem er fullkomin fyrir þig. Það er nefnilega mikilvægt að steypa sér pönnu eftir vexti, svo ekki sé talað um eftir þörfum heimilis. Í fyrstu færslunni í þessari greinaröð tökum við fyrir pottjárnspönnur. Okkur þykir það afar viðeigandi enda eiga þær sér sögu sem hófst löngu fyrir kristið tímatal.

Lesa meira
Nýbakað súrdeigsbrauð

Hvað er súrdeig? - 13. jún. 2017 Fróðleikur Bakstur súrdeig

Það má segja að súrdeigið hafi átt svokallað „come-back“ á síðustu árum. Það er ekki langt síðan eingöngu heilsubúðir seldu súrdeigsbrauð en í dag stöndum við í löngum röðum til að komast yfir þennan heilaga gral brauðsins. Hvað er svona merkilegt við súrdeigsbrauð? Ragnheiður Maísól Sturludóttir útskýrir fyrir okkur hvað heillar hana við súrdeigið í þessum fyrsta lið á blogginu um súrdeigsgerð.

Lesa meira
Súkkulaðikaka

Heimsins einfaldasta súkkulaðikaka með Bamix - 22. maí 2017 Uppskriftir Bakstur Bamix eftirréttir veislur

Helga Gabríela deilir með okkur uppskrift að einfaldri súkkulaðiköku með hjálp Töfrasprotans. Í uppskriftinni eru einungis fimm hráefni og hún inniheldur engan hvítan sykur, ekkert hveiti og engar mjólkurvörur. Þið verðið að prófa þessa!

Lesa meira
vel til steiktar pönnur

Að steikja til pönnu - 19. maí 2017 Fróðleikur pönnur

Það eru til ótal aðferðir við að steikja til pönnu. Sumir notast við kartöfluhýði, aðrir salt. Margir setja pönnuna á hellu, aðrir inn í ofn og enn aðrir vilja helst fleygja henni á beran eld. Allar aðferðirnar eiga þó tvennt sameiginlegt: Olíu og hita. Þessi tvö atriði eru í raun allt sem þarf.

Lesa meira
Pappelina_will_mustard_vanilla

Pappelina nýjungar - 28. sep. 2016 Nýjungar pappelina

Sænsku motturnar frá Pappelinu hafa eignast ótal aðdáendur hér á Íslandi. Yfirleitt hafa allir getað fundið eitthvað við sitt hæfi enda frábært úrval. Svíarnir sjá þó síður en svo ástæðu til að slaka á og eru sífellt að bæta við nýjum mynstrum og stærðum. Í þessari færslu förum við yfir haustnýjungarnar frá Pappelinu.

Lesa meira
Kartöflur að líbönskum sið

Haustverkin: Uppskera - 26. sep. 2016 Uppskriftir kartöflur haust

Það er komið haust og eins og sannir matgæðingar tökum við því fagnandi. Nú er allt morandi í nýrri uppskeru og veðráttan er farin að kalla á annars konar eldamennsku. Hér deilum við uppskrift að nýuppteknu smælki elduðu á frumlegan hátt.

Lesa meira

Kokka á Snapchat - 31. maí 2016 Fréttir

Jæja það hlaut að koma að því! Við erum mjög spennt fyrir möguleikunum sem Snapchat hefur upp á að bjóða. Stefnum á að sýna ykkur hvernig vörurnar okkar virka og jafnvel stöku uppskriftir. Svo fáið þið auðvitað að fylgjast með nýjum vörum og alls konar í búðinni. Hlökkum til að sjá ykkur á Kokkusnappinu!

Lesa meira

Útskriftargjafir - 27. maí 2016 gjafir útskrift

Nú er útskriftartörnin hafin. Það er alls konar fólk að klára áfanga í lífi sínu: Ungir sem aldnir, stúdentar, bakkalárar... sumir nýfluttir að heiman og aðrir löngu búnir að koma sér fyrir. Auðvitað eigum við eitthvað í útskriftargjafir fyrir alla!

Lesa meira
Pappelina_fia_blanket_creative

Opnunartími um páskana - 22. mar. 2016

Laugardaginn 26. mars verður opið hjá okkur 11-18 en annars höfum við lokað um páskana. Sjá nánar hér.

Lesa meira

Vilt þú vera hluti af Kokku fjölskyldunni? - 21. mar. 2016

Við leitum að fólki með brennandi áhuga á matargerð og/eða fallegri hönnun. Um er að ræða sumarstarf með möguleika á helgarvinnu í framhaldinu. Í boði er fullt starf og hlutastarf.

Lesa meira
Honnunarmars

Hönnunarmars 2016 - 08. mar. 2016 Fréttir Viðburðir Kahla

Diplómanám í mótun við Myndlistaskólann í Reykjavík hefur undanfarin ár unnið náið með postulínsframleiðandanum Kahla í Þýskalandi. Nemendur sýna verk í vinnslu í glugganum hjá okkur á Hönnunarmars.

Lesa meira
Pappelina_fia_tulip_creative

Nýjungar frá Pappelinu - 28. jan. 2016 Nýjungar

Við kynnum vörulínuna fyrir árið 2016 frá Pappelinu. Það er ótrúlegt hvað þessi litli sænski mottuframleiðandi er duglegur að koma með nýjungar en væntanlegt er nýtt mynstur, margir nýir litir og aðrar spennandi nýjungar.

Lesa meira

Opnunartímar um hátíðarnar - 30. nóv. 2015 Fréttir

Eftir því sem styttist í jólin lengjum við opnunartímann á Laugaveginum. Þetta er skemmtilegasti tími ársins hjá okkur í búðinni og við hlökkum svo sannarlega til að hitta ykkur á gjafarölti í desember! Við kynnum auk þess nýjung hér á vefnum en nú ert hægt að velja sér á óskalista.

Lesa meira

Eplakrans - 25. nóv. 2015 Föndur jól

Þetta er aðeins öðruvísi uppskrift en við erum vön að deila með ykkur: Aðventukransinn okkar í ár! Það eina sem þú þarft eru fjögur epli, fjögur kerti, kjarnskeri og laus kvöldstund. Kransinn tekur innan við hálftíma að búa til.

Lesa meira

Októberhátíð - 02. okt. 2015 Viðburðir

Léttar veitingar í boði og 20% afsláttur af öllum bjórglösum. Lifandi tónlist víðsvegar um bæinn.

Lesa meira

Magic Grip frá Kahla - 10. jún. 2015 Fréttir Nýjungar Kahla

Kahla boðar byltingu í postulíni. Dîner - nýtt stell og eldföst form með sílikonrönd á botninum. Praktískt, eldfast, eiturefnalaust og endingargott.

Lesa meira

Korbo körfur - 15. maí 2015 Vörumerki Fréttir Nýjungar Korbo

Handunnu körfurnar frá Korbo eiga sér ríka sögu í heimalandi sínu, Svíþjóð. Þær eru ekki bara fallegar heldur líka sterkbyggðar og notadrjúgar. Körfurnar þóttu áður ómissandi fyrir bændur og sjómenn þar sem þær þola vel álag en eru núna orðnar vinsælt stofustáss. Korbó körfur fást í þremur útgáfum og átta stærðum.

Lesa meira

Miðborgarvaka - 12. maí 2015 Viðburðir

Miðborgarvaka verður í bænum á morgun. Við ætlum að sjálfsögðu ekki að missa af partýinu! Opið til 22 og 15% afsláttur af ÖLLU! 

Lesa meira

Hollara örbylgjupopp - 12. maí 2015 Uppskriftir Fróðleikur Nýjungar Viðburðir Lékué

Popp í nýju örbylgju poppskálinni frá Lékué - myndir og uppskriftir. Hvað má bjóða þér? Karrýpopp, súkkulaðipopp eða brakandi hollt popp án olíu?

Lesa meira

Crush eftir Filippu K - 27. apr. 2015 Fréttir Nýjungar

Filippa K er fatahönnuður sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Hún hannar líka fallegar krúsir sem við höfum verið með til sölu í Kokku í dágóðan tíma.

Lesa meira

Gleðilega páska - 01. apr. 2015

Við ætlum að hafa opið á skírdag 13 - 18, lokað föstudaginn langa, opið laugardaginn, 4. apríl, 11 - 18. Lokað páskadag og annan í páskum.

Lesa meira

Pappelinu nýjungar - 16. mar. 2015 Fréttir Nýjungar pappelina

Mottulínan 2015 er lent; Fjögur ný mynstur, nýir litir og lengdir sem hafa ekki fengist áður! 

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár! - 05. jan. 2015 Fréttir

Velkomin í árið 2015. Verðbreytingar urðu á öllu í versluninni um áramótin sem eru stórgóðar fréttir í flestum tilfellum. Gólfmottur lækka umtalsvert.

Lesa meira

Hátíðaopnun - 08. des. 2014 Fréttir

Við erum komin í hátíðaskap og ætlum að standa vaktina aðeins oftar og lengur fram að jólum.

Lesa meira

Súkkulaði­slátur - 23. nóv. 2014 Uppskriftir Bakstur og eftirréttir

Þessi uppskrift er upprunalega frá Ítalíu þar sem menn kalla þetta súkkulaðisalamí, en mér þótti þetta afar skemmtilegt tilbrigði við íslenska blóðmörinn og gaman að koma fólki á óvart með því að bjóða upp á slátur í eftirmat.  Ég er enn að íhuga hvaða bragðefni sé íslenskast, hef ekki enn lagt í að setja íslenskt brennivín út í blönduna, en krakkarnir mínir eru hrifnastir af "slátrinu" óbragðbættu þannig að súkkulaðið njóti sín eitt...

Lesa meira

Píta með marokkósku lambi - 16. nóv. 2014 Uppskriftir Fljótlegt

Þessi útfærsla af pítu er sérlega góð og skemmtileg tilbreyting frá hinni dæmigerðu íslensku pítu löðrandi í sósu. Rétturinn virkar vel bæði sem léttur sumarréttur og á köldum vetrarkvöldum. Sérlega hollur og einfaldur réttur.

Lesa meira

Kjötbollur í ítalskri sósu - 16. nóv. 2014 Uppskriftir Kjöt Hægeldun

Þessi réttur er eldaður fyrir stórfjölskylduna á hverjum bolludegi, það er eitthvað svo róandi og notalegt að dunda í eldhúsinu í nokkra tíma með góða tónlist á fóninum og hugsa um lífið og tilveruna. Uppskriftin er mjög stór enda tekur því varla að leggja alla þessa vinnu á sig fyrir minna - en það er þó vel hægt að minnka skammtinn ef menn vilja, betra er samt að frysta bara afganginn í réttum skammtastærðum fyrir daga þegar enginn tími er til að elda neitt almennilegt.

Lesa meira

Hversdags­kjúlli í fati - 16. nóv. 2014 Uppskriftir Kjöt

Þessi hversdags réttur er vinsæll á heimilinu, enda krefst hann lítils af kokkinum og hægt er að sveigja hann fram og til baka eftir því hvaða grænmeti finnst í ísskápnum hverju sinni.

Lesa meira

Villigæsabringa með berjasósu - 24. okt. 2014 Uppskriftir Hátíðarmatur Kjöt

Þetta er svona sparimatur enda eru villigæsir sjaldnast á borðum hvers dags nema kannski hjá stórtækustu veiðimönnunum.  Þessi útgáfa fæddist á jólunum og var algjörlega ómótstæðileg, það lá við að sósan væri sleikt af diskunum.  Það má gjarnan leika sér með þetta og prófa aðra fugla en íslenska heiðagæs og svo er ekkert þvi til fyrirstöðu að nota önnur ber eða ávexti í sósuna.  En þetta var algjört nammi.

Lesa meira