• Korbojol

Jólagjafadagatal Kokku

24 matgæðingar og smekkfólk stinga upp á jólagjöfum

17. des. 2017

Í tilefni þess að nú styttist óðfluga í jólin höfðum við samband við ýmsa góðkunningja búðarinnar og báðum þau að stinga upp á jólagjöf. Meðal þessara 24. matgæðinga má finna fastakúnna, starfsfólk, matreiðslumeistara, bloggara og fleiri. Öll eiga þau sameiginlegt að vera mikið smekkfólk og segja okkur hér frá því hvað þau dreymir um í eldhúsið eða hvað þau ætla sjálf að gefa í jólagjöf.

 

17. desember - Terra mót frá Jansen+Co


Jansen+co ofnmót úr leir á grænum grunni.

Það sem mig langar mest í og vantar í mitt eldhús eru æðislegu Terra leirmótin frá Jansen+Co . Þau líta ekkert smá vel út. Ég gæti líka hugsað mér töfrasprota heim því ég á ekki svoleiðis og Bamix sprotinn er mjög góður .

Það er Hrefna Sætran sem á sautjándu jólagjafahugmyndina en hún óskar sér eldfast mót úr Terra línunni frá Jansen+Co. Hrefna er best þekkt fyrir veitingastaðinn sinn, Fiskmarkaðinn, en hefur einnig gert garðinn frægan í sjónvarpi og víðar. Eins og sést er Hrefna smekkkona - ekki bara þegar kemur að matargerð!

 

16. desember - Tagine

Tagine

RagganagliMarokkóskur matur er uppáhaldið mitt. Sérstaklega lamba tagine með rófum, sveskjum, ólífum og rúsínum. Við hjónin förum reglulega á pínulítinn stað hér í Köben sem er með besta tagine sem ég hef smakkað, og hef ég sko smakkað þau mörg í mörgum löndum. Við höfum prófað að gera tagine sjálf bara í potti en það verður miklu gómsætara úr tagine leirpotti. Það gefur alveg þennan X-factor í réttinn. Við verðum í Marokkó yfir jól og áramót, og ég hlakka mest til að smakka nýja rétti, kjöt, grænmeti og krydd.

 

Ragga Nagli ætlar að vera í Marokkó yfir hátíðarnar og við værum alveg til í að skella í lás á Laugaveginum og elta hana! Ragga er þekkt fyrir hollar og gómsætar uppskriftir sínar og þar kemur Tagine pottur tvímælalaust að góðum notum.

 

15. desember - Oxiria ísvél (aftur!)

Nemox-oxiria

PotturpannaogborderÉg á allt og vantar ekki neitt. En mig langar samt dálítið í Nemox Oxira ísvél. Ég á einfalda ísvél með stykki sem ég geymi í frysti og hún er fín en ég hef ágirnd á vél sem frystir. Ég hef ekkert pláss fyrir hana á eldhúsbekknum en mig langar samt í hana.

 

Við erum sko ekki hissa að  Nanna Rögnvaldardóttir eigi rúmlega fullbúið eldhús en það hafa allir gott af að eiga almennilega ísvél! Við mælum með nýju bókinni hennar Nönnu, Pottur, panna og Nanna og uppskriftinni hennar að Andaconfit, eða confit de canard eins og Frakkarnir segja.

 

14. desember - Alpha Santoku frá Güde


Santoku

Efst á óskalistanum mínum þetta árið er Santoku hnífur frá Güde . Það er fátt sem gerir eldamennsku einfaldari og skemmtilegri en góður hnífur.

Í dag er það Jón Geir Jóhannsson, fagnörd og trommuleikari Skálmaldar, sem á jólagjafahugmyndina. Við erum alveg sammála honum um að góður hnífur sé grunnurinn að því að njóta eldamennskunnar!

 

13. desember - súrsunarsett

Sursunarsett

Ég ætla gefa honum Steina, mági mínum, súrsunarkrukkuna frá Kilner því ég veit að hann myndi gera besta Kimchi ever. Jafnvel betra en mitt og þá er mikið sagt!

Þessi þrettánda jólagjafahugmynd kemur frá einni Kokkusystra: Auður Jóhannesdóttir hefur verið að fást við heimasúrsun og ætlar að bera út fagnaðarerindið á jólunum. UPPFÆRT: Súrsunarsettið er uppselt!

 

12. desember - Oxiria ísvél

Nemox-oxiria

LindabenEftir að hafa skoðað vöruúrvalið fékk ég alveg rosalegan valkvíða því það er svo mikið sem mig langar í úr Kokku, hún er klárlega með fallegri og skemmtilegri búðum sem ég hef farið inn í. Eftir mikla umhugsun hef ég komist að því að mig dreymir allra mest um Oxiria ísvélina. Mig hefur reyndar dreymt um að eignast svona vél lengi og væri ísvélin mikið notuð á mínu heimili ef ég ætti hana.

Um leið og við þökkum hlý orð í okkar garð erum við ekki í nokkrum vafa um að matarbloggarin Linda Ben geti gert alveg undursamlegan ís með ísvélinni. Það vill einmitt svo til að ísvélarnar okkar eru á sérstöku jólatilboði þessa dagana!
11. desember - Wood Lights kertastjakar


Woodlights

AstridurÉg vissi að ég yrði að eignast þessa kertastjaka um leið og ég sá þá. Að vísu er ég búin að vera í kertastjakabanni, þar sem ég á allt of marga, en geri undantekningu fyrir Wood Lights frá Spring Copenhagen . Það er líka hægt að raða þeim í alls konar útfærslur svo það má færa rök fyrir því að maður sé að fá ótal kertastjaka á verði þriggja!

 

 

Ástríður Jónsdóttir á jólagjafahugmynd dagsins en hún ætti að vita sitthvað um vöruúrvalið þar sem hún stjórnar þessari ágætu vefverslun sem þið eruð stödd á.

 

 

 

 

10. desember - Lodge járnpanna


Lodge_jarnpanna

Sveinn_kjartanssonÉg hef verið að safna svona pönnum í mismunandi stærðum og eru þær því  alltaf á óskalistanum hjá mér. Ég nota þær til steikingar og ef maður ætlar svo að baka þarf aldrei að flytja yfir í eldfast mót heldur fer pannan bara í ofninn. Það er líka frábært að elda alla máliðina í sömu pönninni, bæta út í sem við á eftir steikingu eða bakstri - og lítið uppvask!

Sveinn Kjartansson er að safna Lodge pönnum. Það má alltaf við sig blómum bæta, sérstaklega þegar blómin eru jafn fjölhæf og járnpönnurnar. Svein þarf varla að kynna en matargerðar hans er hægt að njóta á AALTO Bistro og mælum við eindregið með heimsókn þangað!

 

 

 

9. desember - Lodge pottur með pönnuloki


66L8DD3

Ragnheiður Maísól SturludóttirÉg ætla að gefa foreldrum mínum Lodge járnpott og -pönnu í jólagjöf. Þá get ég líklega endurheimt minn eigin Lodge járnpott og -pönnu sem að ég keypti mér í haust og hef ekki séð síðan því foreldrar mínur hertóku hann. Eðlilega, þetta eru langbestu pottarnir og pönnurnar og þar að auki lítur allur matur mun betur út í þessum dásemdargræjum.

 

Það er Ragnheiður Maísól Sturludottir, listamaður og áhugakona um súrdeig , sem á níundu gjafahugmynd mánaðarins. Við vonum að hún fái pottinn sinn aftur!
Ragnheiður Maísól bloggar um súrdeigsævintýri sín og hefur líka skrifað um súrdeig fyrir Kokkubloggið .8. desember - Premier brauðrist


Rowlett

Frá því að ég hóf störf í Kokku hef ég horft dreymnum augum á brauðristirnar frá Rowlett . Þær eru ekki aðeins fallegar og tímalausar í útliti, heldur eru þetta vörur sem auðvelt er að halda við og svo rista þær besta brauð sem ég hef smakkað (og ég hef borðað mikið af ristuðu brauði á ævi minni). Mest langar mig í brauðrist úr Premier línunni, tveggja sneiða með aukahólfi fyrir samloku

Gjafahugmynd dagsins kemur úr okkar röðum því það er Nikólína Hildur Sveinsdóttir sem dreymir um besta ristaða brauð í heimi .

 

 

 

7. desember - Hexagon skurðarbretti frá Epicurean


Hexagon-bretti

Margret-maackÉg er mjög hrifin af brettum, hef það frá pabba mínum, Þau eru bæði svo góð til að nýta við eldamennskuna sjálfa og að setja fína osta og charcutterie á fallegt bretti þegar gesti ber að garði kemur öllum í stuð. Mig langar í þetta bretti í jólagjöf , held það sómi sér vel undir alls konar jólagott.


Margrét Erla Maack, sirkúsdrottning og kabarettmamma, gægist út um dagatalsgluggann í dag og óskar sér Hexagon skurðarbrettið frá Epicurean í jólagjöf.

 

6. desember - Tuskur frá RIC


Tuskur

Homemade-by-ebba2Ebba Guðný Guðmundsdóttir, einnig þekkt sem Pure Ebba , er (eins og svo margir) áskrifandi að bómullartuskunum frá RIC og langar í fleiri í jólagjöf: „Mig vantar og langar í bleikar og gular borðtuskur í jólagjöf!“

 

 

 

 

 

 5. desember - Inocuivre pottar og pönnur frá de BuyerInocuivre

AnnakristinoskarsEfst á óskalistanum mínum þetta árið eru koparpottarnir og -pönnurnar frá de Buyer . Pottarnir mínir eru farnir að þreytast og dreymir mig um að geta endurnýjað þá með góðum og vönduðum pottum sem munu endast mér lífið. Svo er ekki verra hversu ótrúlega fallegir þeir eru en ég veit fátt fallegra í eldhúsi en fallegir pottar sem hanga smart fyrir ofan eldavélina.

Í dag er það Anna Kristín Óskarsdóttir sem kemur með jólagjafahugmyndina. Við mælum með að fylgja Önnu Kristínu á Instagram en hún heldur einnig úti bloggsíðu .4. desember - panna og hnífur

 

Lodgegude

TobbaMig dreymir um hina fullkomnu pönnu. Helst sem setja mætti inn í ofn og auðvitað góðan hníf. Það er langtímaverkefni að safna góðum hnífum.

Tobba Marinósdóttir, ritstjóri matarvefs mbl.is og matgæðingur mikill, á fjórðu jólagjafahugmyndina í dagatalinu.

 

 

 

3. desember - 20 hugmyndir frá Svönu

 

Oskalisti_svonu_2

Oskalisti_svonu_3

 

Svana

Það er fyrsti í aðventu í dag! Jólagjafahugmynd(ir) dagsins eru í boði Svönu Lovísu Kristjánsdóttur sem heldur úti blogginu SVART Á HVÍTU. Svana valdi  Stelton hitakönnu , Raumgestalt bretti og Pappelina mottu ásamt 17 öðrum gjafahugmyndum á óskalistann sinn.

 

 

 

 

 

2. desember - Bamix töfrasproti


Bamix

Albert EldarEfst á óskalistanum fyrir þessi jól er kraftmikill Swiss Line töfrasproti . Eftir gríðarmikla notkun og dygga þjónustu gaf gamli töfrasprotinn upp öndina. Hann var búinn að þjóna okkur vel og lengi. 

Jólagjafahugmynd dagsins á Albert Eiríksson en hann er þekktur fyrir gómsætar uppskriftir á síðu sinni Albert eldar sem og almenn smekklegheit!

 

 

1. desember - Snæuglan og Piparuglan

Uglur

Margrét Dórothea Jónsdóttir

Mig langar í uglurnar frá Spring Copenhagen . Keramikkvörnin dugar í allt sem þarf að mala, hvort sem það er salt, pipar eða  krydd. Svo eru þær svo óskaplega fallega smíðaðar og yfirgengilega krúttlegar.

Fyrsta jólagjafahugmyndin kemur frá Margréti Dórotheu Jónsdóttur, kabarettmær, kattareiganda og lykilstarfsmanni hér í Kokku.