Aukin heim­sendingar­þjónusta

Ókeypis samdægursþjónusta þegar keypt er fyrir meira en 10.000

22. mar. 2020

Nú getur þú fengið vörurnar þínar sendar heim að dyrum samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef þú pantar fyrir hádegi.   
Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að fella niður gjald á sendlaþjónustunni okkar fyrir pantanir yfir 10.000 krónum og lækkað gjaldið fyrir aðrar pantanir.   Pantanir eru keyrðar út seinni part dags alla virka daga. 

Á sama tíma höfum við lækkað mörk fyrir ókeypis heimsendingu með Íslandspósti og allar pantanir yfir 5000 kr. eru sendar frítt, hvort sem er í póstbox, á pósthús eða alla leið heim að dyrum þar sem það er í boði.  

Sem endra nær gætum við fyllsta hreinlætis við frágang allra pantana og erum óspör á spritt og sápu við  störf okkar.