Crush eftir Filippu K

Nýtt mynstur í þessu fallega kaffistelli

27. apr. 2015 Nýjungar

Filippa K er fatahönnuður sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Hún hannar líka fallegar krúsir og fleira sem við höfum verið með til sölu í Kokku í dágóðan tíma. Grunnlínan samanstendur af þremur formum og þremur mynstrum en af og til koma ný mynstur sem framleidd eru í takmörkuðu upplagi. Crush mynstrið er eitt af þeim og við fengum kaffikrúsir og diska í þetta skiptið. Innblásturinn er sprunginn glerjungur á gömlum borðbúnaði. Það er þó ekkert gamalt eða ónýtt við nýja Crush mynstrið! 

Crush verður eflaust kærkomin viðbót hjá þeim sem eru að safna þessu fallega kaffistelli! Smelltu hér til að versla Filippu K!