• Himla_jol

Hátíðaopnun í Kokku

15. des. 2018

Jólaopnun hefst formlega 13. desember. Þá verður opið öll kvöld fram að jólum. Að venju stöndum við svo vaktina frá 10 til 23 á Þorláksmessu en tökum því aðeins rólega dagana á eftir.

Við minnum á bílastæðahúsin! Það er notalegt að setjast upp í bíl sem er búinn að vera í upphituðu húsnæði og þú sleppur við að skafa. Næst okkur er Vitatorg sem er í 250 metra fjarlægð - það er ekki nema um 3ja mínútna göngutúr! Einnig eru Stjörnuport og Traðarkot í göngufjarlægð en bæði eru þau um 400 metra frá Kokku. Vissuð þið að hægt er að skoða laus stæði í rauntíma á vef bílastæðasjóðs?

OPNUNARTÍMAR      
 13. desember  fimmtudagur    10-22
 14. desember  föstudagur    10-22
 15. desember  laugardagur    10-22
 16. desember  sunnudagur    13-22
 17. desember  mánudagur    10-22
 18. desember  þriðjudagur    10-22
 19. desember  miðvikudagur    10-22
 20. desember  fimmtudagur    10-22
 21. desember  föstudagur    10-22
 22. desember  laugardagur    10-22
 23. desember  sunnudagur  Þorláksmessa  10-23
 24. desember  mánudagur  aðfangadagur  10-12
 25. desember  þriðjudagur  jóladagur  lokað
 26. desember  miðvikudagur  2. í jólum  lokað
 27. desember  fimmtudagur    lokað
 28. desember  föstudagur    10-18
 29. desember  laugardagur    11-18
 30. desember  sunnudagur    13-18
 31. desember  mánudagur gamlársdagur 10-12
 1. janúar  þriðjudagur  nýársdagur  lokað
 2. janúar  miðvikudagur    lokað

Sjáumst í jólaskapi á Laugaveginum!