Hollara örbylgjupopp

með poppskálinni frá Lékué

12. maí 2015 Uppskriftir Fróðleikur Nýjungar Viðburðir Lékué

Takk allir sem mættu í popppartýið okkar! Poppskálin frá Lékué er komin aftur eftir smá bið (sumir voru orðnir ansi óþreyjufullir eftir henni!) og í tilefni af því ákváðum við að blása til veislu. Við smökkuðum lakkríspopp, karrýpopp og að sjálfsögðu klassískt saltað popp. Uppskriftir eru neðar í blogginu! 

Fara beint í uppskriftir. Hvernig notar maður örbylgjuskálina?

Galdurinn poppskálina er að það þarf ekki að hafa olíu frekar en maður vill. Gufan sem verður til inni í skálinni sér til þess að poppið poppist án olíu. Þetta ætti að koma sér vel fyrir þá sem vilja eða geta ekki innbyrt mikla feiti. Fyrir hina mælum svo með að bæta olíu við eftir að búið er að poppa. Hún sér til þess að bragðefnin, þar á meðal saltið, dreifi sér jafnt yfir poppið. Með því að bæta olíu við eftir á í stað þess að poppa poppið í henni sleppur maður við transfitu og annan ófögnuð. Nú og ef maður er í skapi fyrir smá óhollustu (hver er það ekki stundum?) þá er ekkert því til fyrirstöðu að demba öllu saman í poppskálina - baunum, salti og olíu (við mælum með bragðlausri kókosolíu). Útkoman er alltaf popp sem við vitum nákvæma innihaldslýsingu á, einfaldlega vegna þess að við bjuggum það til sjálf.

Nú er sem sagt hægt að fá sér meinhollt popp á hverjum degi samviskulaust - og popp með smjöri á nammidögum!

Frá popppartýinu um daginn. Gjörið svo vel!

Una framreiðir popp af einstakri snilld

Gluggaútstillingin í tilefni dagsins

 

Við getum ekki annað sagt en að poppsmakkið hafi slegið í gegn og þótt sumir hafi verið efins yfir karrýpoppinu mæltist það almennt vel fyrir. Hér er uppskriftin sem við notuðum og nokkrar í viðbót:

Karrýpopp

   Karrýpopp
70 g  poppmaís
20 g smjör
  saltklípa 
  karrý
  (kókosflögur)

Setjið baunir í skálina og lokið án þess að lokið verði loftþétt.
Eldið í 2-4 mínútur í örbylgjuofni á hæstu stillingu (800W). 
Setjið smjörið í litla skál og bræðið í 30 sekúndur á sömu stillingu í örbylgjuofninum.
Bætið karrýi og salti í smjörið. Blandið vel.
Hellið blöndunni yfir poppið og dreifið með skeið eða töng. 
Ef þið viljið er hægt að bæta við kókosflögum í lokin.

Njótið!

Tómat- og parmesanpopp

  Tómat- og Parmesanpopp
70 g poppmaís
3 stk þurrkaðir tómatar
20 g  rifinn parmesan
20 g smjör
1 tsk óreganó
  salt

Leggið tómatana í bleyti í 5 mínútur. (Hægt er að nota sólþurrkaða tómata í olíulegi og sleppa þessu skrefi)
Opnið skálina, setjið í hana baunir og salt og lokið henni án þess að lokið verði loftþétt.
Hafið í örbylgju í 3-4 mínútur á hæstu stillingu (800W).
Setjið smjörið í litla skál og inn í örbylgju á sama hita í 30 sekúndur.
Hellið smjörinu yfir poppið.
Saxið tómatana og stráið þeim ásamt parmesaninum yfir poppið. Blandið saman, lokið og setjið aftur í örbylgjuna í u.þ.b. 30 sekúndur.
Bætið við óreganó.
Blandið.

Njótið!

Súkkulaðipopp

  Súkkulaðipopp
100 g poppmaís 
3 tsk ólífuolía
1 msk sykur
50 g  suðusúkkulaði
  rifinn börkur af einni appelsínu

Setjið baunirnar, ólífuolíu og sykur í skálina og hrærið saman.
Eldið í 2-4 mínútur á hæstu stillingu (800W) í örbylgju. 
Bræðið súkkulaðið í silikonlokinu í 1 mínútu á sama hita.
Hrærið þar til það er alveg bráðið og bætið appelsínuberkinum út í.
Hellið yfir poppið, lokið og hristið til að dreifa súkkulaðinu vel.

Njótið!

Kanilpopp

  Kanilpopp 
70 g poppmaís
3 tsk ólífuolía
1 msk sykur
1 tsk kanill
  börkur af einni sítrónu

Setjið baunir, olíu og sykur í poppskálina. Lokið en gætið þess að skálin verði ekki loftþétt.
Eldið í 3-4 mínútur í örbylgju á hæstu stillingu (800W).
Bætið við sítrónuberki og kanil.
Blandið með skeið.

Njótið!

Kryddjurtapopp

  Kryddjurtapopp
70 g poppmaís
20 g smjör 
1 msk salt
10 g steinselja
10 g graslaukur
10 g fáfnisgras (tarragon)

Setjið baunir í poppskálina. Lokið án þess að skálin verið loftþétt.
Eldið í 2-4 mínútur í örbylgjuofni á hæstu stillingu (800W).
Bræðið smjörið í lítilli skál á sömu stillingu.
Hellið salti í smjörið og blandið.
Hellið yfir poppið ásamt kryddjurtunum
Blandið með skeið.

Njótið

 

Svona notar þú poppskálina


Poppskálina er hægt að fella saman svo hún tekur lítið pláss í geymslu.
Fyrsta skrefið er því að „opna“ hana.   

 

Næst setjið þið baunir og salt eftir þörfum.

 

 

 

 


Það eru tvær merkingar í botninum til viðmiðunar:

50 g - hæfilegt fyrir tvo
100 g - hæfilegt fyrir fjóra

 Lokið skálinni en gætið þess að hún verði ekki loftþétt.

Annars lyftist lokið ekki og baunirnar geta brunnið án þess að springa. Örvæntið þó ekki - kannski er hægt að bjarga baununum.
Lagið einfaldlega lokið og prófið aftur.

 

 


Setjið í örbylgju á hæsta hita eða 800W í 2 -5 mínútur.

Tíminn getur farið eftir gerð baunanna og örbylgjuofninum. 
Best er því að hlusta eftir baununum þar til maður hefur lært á sinn ofn. Þegar tíminn milli sprengihljóða fer að lengjast er poppið tilbúið.

 

 


Poppið getur verið heitt!
Varist að nota berar hendur við að taka það úr örbylgjuofninum.

 

 Núna er hægt að bæta við kryddi ef maður vill.

 

 

 

 


Það er líka kjörið að bæta við smá olíu núna.
Allt eftir smekk auðvitað.

 

 

 

 


Hrærið vel. Nú er hægt að borða beint upp úr skálinni eða hella yfir í aðra til að bera fram!