Hversdags­kjúlli í fati

ljúffengur og þægilegur réttur

16. nóv. 2014 Uppskriftir kjúklingur heimilismatur

Kjúklingur í fati: 

 • 4-6 kjúklingalæri 
 • sæt kartafla 
 • rauð paprika 
 • kúrbítur 
 • rauðlaukur 
 • salt 
 • svart pipar 
 • börkur af límónu

Kúskús: 

 • 1/2 rauðlaukur 
 • börkur af límónu 
 • 1 msk ólífuolía 
 • safi úr hálfri límónu 
 • 1/2 lítri kjúklingasoð 
 • 1/2 lítri skyndikúskús 
 • smjörklípa 

Hitið ofninn í 200° C. Hreinsið mestu fituna undan kjúklingabitunum og skerið mjaðmabeinið frá ef það fylgdi. Setjið örlitla olíu í botninn á fatinu og leggið lærin í. Kryddið vel með salti, pipar og límónuerki (saltið gerir húðina stökka). Hendið fatinu inn í ofn í 10 mínútur. Skerið grænmetið í jafnsmáa bita (ca. 2x2 cm). Bætið grænmetinu út í fatið og dreifið þvi jafnt í kringum kjúklinginn. Steikið þetta allt í ofninum í 20 mínútur í viðbót og hrærið í grænmetinu einu sinni eða tvisvar. 

Útbúið kúskúsið um það bil þegar kjúklingurinn er að verða tilbúinn. Skerið laukinn mjög smátt og steikið hann glæran í olíunni ásamt berkinum. Hellið soðinu og límónusafanum yfir og kúskúsinu úti. Hrærið vel með gaffli svo að ekki myndist kekkir og leyfið kúskúsinu að sjúga í sig vökvann í nokkrar mínútur. Þessi skammtur dugar fyrir 2-4 en það er auðvelt að leika sér með hlutföllin, bæta við meira grænmeti og jafnvel setja kartöflur í fatið og sleppa kúskúsinu. Fljótlegur, hollur og góður réttur - og næstum ekkert uppvask. 

Heildareldunartími u.þ.b. 40 mínútur, þar af 15 mínútur af virkri vinnu.