• Pappelina_fia_tulip_creative

Nýjungar frá Pappelinu

Nýir litir, nýtt mynstur og stærsta vörulínan frá upphafi

28. jan. 2016 Nýjungar

Árlega er haldin sýning í París sem kallast Maison&Objet þar sem nýjustu straumar og stefnur í innanhússhönnun eru kynntar. Við í Kokku látum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á slíkan viðburð enda er þar að finna fréttir frá mörgun samstarfsaðilum okkar og flestir eru að kynna nýjar vörur fyrir nýja árið. Í ár var Pappelina áberandi með 2016 línuna sína en það er ótrúlegt hvað þessi litli sænski mottuframleiðandi er duglegur að koma með nýjungar. Meðal helstu frétta frá Pappelinu er nýja línan þeirra sem kallast Fía og er hvorki meira né minna en stærsta vörulínan sem þau hafa kynnt frá upphafi.

2016fia

Fía

Fía er líflegt mynstur sem fæst á mottum, púðum og teppum. Motturnar koma í 12 litum en hingað til hefur Vera, eitt allra vinsælasta mynstrið, verið það eina sem býður upp á slíkt úrval. Fíu verður til dæmis hægt að fá í hinu klassíska svarta og hvíta, í nýja sítrónugula („Lemon Yellow“) eða grísableika („Piglet“) og í dempaðri litum eins og hinum vinsæla leirlit. Fía er stílhreint mynstur með þéttum hvítum doppum á lituðum grunni og motturnar eru með hvítum kanti. Það er svo hægt að snúa mottunni við en þá verður hún hvít með lituðum doppum. Þetta mynstur er líflegt án þess að vera of krefjandi og litaúrvalið gerir það að verkum að flestir ættu að geta fundið mottu við sitt hæfi. Motturnar fást í stærðunum 70 x 60 cm, 70 x 100 cm, 70 x 150 cm 180 x 275 cm. 

2016fia_teppipudar

Púðarnir verða í svipuðum dúr og aðrir púðar frá Pappelínu - það er vandað bómullaráklæði prentað í Svíþjóð sem hægt er að renna af með rennilás og dúnfylling sem framleidd er í Danmörku við hæstu gæðakröfur. Teppin í stíl eru úr 100% bómull en það er tilbreyting frá ullar og bómullarblöndunni sem við höfum áður verið með í teppunum. Teppin eru einnig minni en ullarteppin svo þau eru tilvalin í barnaherbergið. Við sjáum líka alveg fyrir okkur að sitja með það úti í garði eitthvert íslenskt sumarkvöldið. 

 

Pappelina_fia_cushion_creative

Pappelina_fia_blanket_creative

Auk þess að kynna nýju línuna Fíu voru Pappelina líka að kynna nýja liti sem þau hafa verið að þróa. Þar eru áberandi blátónarnir sem eru farnir að sjást ansi víða í innanhússtískunni og líka dempaðri græntónar. Auk þess eru nýir skærir litir, þessir gulu og bleiku og þrír nýir grænir litir.

2016duo 2016mono

Pappelina_duo_denim_creative

Mono og Duo

Margir af nýju litunum eru fáanlegir í Mono mynstrinu en það er ásamt Duo eina mynstrið sem fæst í breiddinni 85 cm. Litirnir Petrol, Denim og Jade koma nýir ásamt Storm sem var kynntur síðasta haust en er nýr í Mono. Duo er nú hægt að fá í nýju litunum Petrol, Denim og sítrónugulum ásamt ljósturkís sem við höfum áður séð m.a. í Honey mottunum. Auk þess er nú hægt að fá stærri mottur í Mono og Duo í stærðinni 180 x 300 cm en þær voru áður til í 180 x 220 cm. Þetta eru því stærstu motturnar sem hægt er að fá frá Pappelinu. Hugsið ykkur bara að geta fyllt upp í heilt herbergi með þessum gullfallegu litum!

2016bob

Bob

Þessi motta hefur hingað til fengist í þremur litum sem allir eru nokkuð hlutlausir, þ.e. svörtu, koksgráu og leirlitu. Nú bætast hins vegar við þrír splunkunýir litir en það eru Storm, fölgrænn og hermannagrænn en sá litur fæst hingað til ekki í neinu öðru munstri.

2016vera

Vera

Ein vinsælasta mottan okkar mun fást í fjórum nýjum litum: Sítrónugulu, grasgrænu, petról og denim. 

2016molly Stórar mottur í Molly

Nýju litasamsetningarnar sem kynntar voru til sögunnar síðasta haust í Molly fást nú einnig sem stórar mottur í stærðinni 140 x 200 cm.

2016eira 2016vivi Styttri mottur

Pappelina eru að auka úrvalið af styttri mottunum og bjóða nú upp á mynstin Eira í 70 x 90 cm og Vivi í 70 x 60 cm

2016nyirlitir Honey, Owen, Viggo Star og Lilo

Honey mottan verður fáanleg í denim, Lilo fæst í nýja bleika litnum, Viggo Star kemur í kampavínslitu með gljáa og Owen kemur nú í gráu.

Pappelina_mono_trio_creative

Herlegheitin eru væntanleg til okkar um miðjan febrúar en hægt verður að sérpanta stærri mottur og þær sem eru ekki lagervara hjá okkur.