• Honnunarmars

Hönnunarmars 2016

Keramik í Kokku: Kahla x MíR

08. mar. 2016 Fréttir Viðburðir Kahla

Nú er Hönnunarmars á næsta leyti eins og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum! Við látum okkur að sjálfsögðu ekki vanta í partýið og tókum hendur saman með Myndlistaskólanum í Reykjavík. 
Diplómanám í mótun við Myndlistaskólann hefur undanfarin ár unnið náið með postulínsframleiðandanum Kahla í Þýskalandi. Sýningin er í gluggarými verslunarinnar og má því segja að hún verði opin allan sólarhringinn út Hönnunarmars. Nemendur sýna tilraunir með postulín í gifsmót. Hlutir eru steyptir í mót, teknir sundur, skeyttir saman við nýja parta sem mynda fjölbreytilega flóru nýrra hluta.

Opnun verður fimmtudaginn 10. mars kl. 17.00 og stendur til kl. 21.00 en sama kvöld verður tískuvaka í miðborginni. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með okkur á Instagram (@kokkarvk) því hver veit nema okkur detti í hug að skella í tilboð þar í tilefni Hönnunarmars!