Vilt þú vera hluti af Kokku fjölskyldunni?

Við auglýsum eftir fólki í fullt eða hlutastarf í sumar

21. mar. 2016

Við leitum að fólki með brennandi áhuga á matargerð og/eða fallegri hönnun. Um er að ræða sumarstarf en það væri mikill kostur ef viðkomandi gæti haldið áfram hjá okkur í helgarstarfi eftir sumarið. Umsækjendur þurfa helst að hafa náð 20 ára aldri en að sjálfsögðu er ekkert efra aldurstakmark! Það er bæði fullt starf og hlutastarf í boði.

Sendið okkur ferilskrá ásamt örfáum línum um ykkur á kokka@kokka.is

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um!