Útskriftargjafir

Fjölbreyttar gjafir handa útskriftarnemum af öllum námsstigum

27. maí 2016 gjafir útskrift

Um þessar mundir stendur fjöldi fólks frammi fyrir tímamótum. Þau eru mörg að klára mikilvægan áfanga í lífi sínu og eiga auðvitað skilið gjöf við hæfi. Í Kokku er hægt að fá fjölbreyttar gjafir handa útskriftarnemum - hvort sem þig vantar kurteisisgjöf handa fjarskyldum ættingja eða veglega gjöf handa einhverjum nákomnum. Við erum búin að taka saman nokkrar tillögur að útskriftargjöfum, allt frá klassíkerum til algerra nýjunga og á breiðu verðbili. Þetta eru allt gjafir sem við hefðum ekkert á móti því að þiggja sjálf! 

 

Piparfuglinn_tonn-p

Piparfuglinn

Vantar þig alveg einstaka gjöf? Þessi furðufugl er sannkölluð nytjalist því hann er piparkvörn en ekki bara stofustáss. Tonn-P hannaði Piparfuglinn um miðja síðustu öld en hann hætti í framleiðslu á 7. áratugnum. Nú er hann kominn aftur, hálfri öld síðar, og ekkert sparað til við framleiðsluna. Piparfuglinn er úr mahónívið, aski, hlyni og hnotu en kvörnin sjálf úr stáli. Þú fyllir á piparinn með því að taka af fuglinum vænginn tímabundið en engar áhyggjur, honum verður ekki meint af. Piparfuglinn er falur fyrir kr. 15.900. Félagi hans Saltmörgæsin tekur sig vel út við hlið Piparfuglsins en þarf ekki nauðsynlega að fylgja með.

 


 

Kokteilsett

Kokteilsett

Er útskriftarneminn partýljón eða dettur þér kannski ekkert í hug sem hann á ekki nú þegar? Þetta veglega kokteilsett inniheldur Boston shaker, kokteilsíu og kokteilskeið úr stáli. Settið er einstaklega vandað og hentar ekki síst fagmönnum í kokteilgerð. Verðið skemmir ekki fyrir en Boston settið kostar 6.980 kr. og kemur í fallegum gjafaumbúðum. Ef þig vantar örlitla aukagjöf með eigum við sjússamæli í stíl. Sambærilegar barvörur og hristarar eru til koparhúðaðir , gullhúðaðir og í rósagulli ef þér finnst útskrifarneminn þurfa smá glamúr í lífið. Skemmtileg gjöf fyrir þann sem á allt eða einhvern sem er loksins orðinn nógu gamall!


Ferdabollar_ferdamal

Ferðabolli

Ertu á höttunum eftir einhverju í ódýrari kantinum sem er samt fallegt og notadrjúgt? Við eigum ferðamál í miklu úrvali , úr plasti, postulíni, gleri og jafnvel bambustrefjum . Er útskriftarneminn þinn tedrykkjumaður eða meira fyrir kaffi? Verð frá 1.980 kr.


Plantui_innigardur

 

Plantui

Plantui er nýkominn í Kokku! Hann er af nýjustu kynslóð innigarða en það sem greinir hann frá þeim eldri eru m.a. LED perurnar sem bæði eyða minna rafmagni og endast lengur. Plantui veit hversu stálpaðar plönturnar eru og aðlagar birtu og vökvun að þeim. Útlitið skemmir ekki fyrir en Plantui er bara nokkuð penn og tekur ekki mikið pláss. Rekstrarkostnaðurinn við nýju kynslóð innigarðanna er minni en af þeim eldri. Það þarf ekki að skipta um perur og fræhylkin eru ódýrari. Þú velur þér tvo pakka með þremur fræhylkjum hvor og passar að þeir hafi svipaðan sprettutíma. Þessi gjöf hentar útskriftarnemum á öllum aldri og sérstaklega þeim sem hafa áhuga á matargerð og ræktun. Plantui kostar 39.800 kr.


EM77_kaffikanna_reverse

EM77 hitakanna frá Stelton

Ef þessi er ekki löngu orðin klassísk þá vitum við ekki hvað! EM77 kaffikönnurnar eru einkennismerki Stelton og voru hannaðar af Erik Magnussen árið 1977. Við seljum oft ný gler í könnur sem eru orðnar eldri en sumir fjölskyldumeðlimir fólks svo þið getið verið viss um að gjöfin standist tímans tönn! Hitakönnurnar fást með málmumgjörð eða plastumgjörð í ýmsum litum. Sú sem við erum að sverma fyrir þessa dagana heitir Reverse en það er sérstök viðhafnarútgáfa sem aðeins verður fáanleg í takmarkaðan tíma. Þessi er úr svörtu plasti með mattri áferð og tappinn er úr skínandi stáli. Það má því segja að þau hjá Stelton hafi snúið stálkönnunni við en sú er einmitt með möttum tappa. Verð frá 11.900 kr.


Theo_kaffikanna

Theo kaffikanna

Önnur nýjung frá Stelton er kaffikanna fyrir hæga uppáhellingu sem allir kaffiáhugamenn hefðu gaman af að eignast. Þessi aðferð við kaffigerð hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið en margir kunna að meta hversu tært og bragðgott kaffið verður við hæga uppáhellingu. Það skemmir auðvitað ekki fyrir að Theo kaffikannan er mikil heimilisprýði. Gaman er að bera fram kaffið í henni og hún sómir sér vel uppi í hillu. Silikonröndin þar sem gripið er um könnuna ver hendur fyrir heitu kaffinu en bambuslokið sem fylgir með sér einmitt til þess að það haldist heitt. Kannan sjálf og trektin eru úr grófu svörtu keramiki og svo á hún bróður sem er teketill. Theo kaffikannan fæst á 11.900 kr. 


Bloom_karoflur

 

Bloom karafla

Þessar fallegu karöflur setja svip á heimilið og eru á þægilegu verði eða 3.980 kr. Karöflurnar, sem mega fara í uppþvottavél, eru úr lituðu gleri. Þær fást í 8 litum og þar á meðal er rafgul , purpúrarauð , blekblá og glær svo eitthvað sé nefnt. Eins og aðrar glervörur frá Bitossi eru þær handgerðar á Ítalíu og því hefur hver og ein karafla sinn karakter - engar tvær eru eins!


Bistro_marmarabakkar

Bistro marmarabakkar

Bistro bakkarnir frá Jansen + Co hafa vakið mikla lukku hjá áhugafólki um hönnun en þeir eru úr vönduðum marmara. Bakkarnir sóma sér vel á veisluborðinu en eru líka fallegir á snyrtiborðinu eða í stofunni undir skartgripi og skrautmuni.  Græni bakkinn er með koparhandfangi en sá hvíti fæst bæði með silfurlitu og gylltu. Verð kr. 15.900.


Bollasett

My Mug bollasett 

Er útskriftarneminn nýfluttur að heiman eða á leiðinni úr foreldrahúsum? Þessi gjafasett frá Jansen + Co með fjórum bollum eru fallegir startpakkar fyrir ný heimili. Engir tveir bollar eru eins á litinn en þeir passa svona ljómandi vel saman. Gaman er að blanda saman settunum sem koma hvert í sínum litaskala: græntóna, bleiktóna, blátóna, eða í heitum litum. Settið er á kr. 6.950.


Pudar_teppi

Púðar og teppi frá Pappelinu

Pappelina er eins og þið vitið best þekkt fyrir fallegar og vandaðar gólfmottur. Færri vita að þau framleiða líka púða og teppi í ekki síðri gæðum. Púðarnir eru dásamlega mjúkir fylltir með andadúni og prentaðir á bómull. Hægt er að renna púðaverinu af og allur frágangur til fyrirmyndar. Ullarteppin eru úr ullar og bómullarblöndu og ofin með því sem kallast chenille áferð svo þau eru alveg einstök viðkomu. Hins vegar eru til bómullarteppi sem eru minni og henta vel íslenskum sumarkvöldum. Púðar kr. 11.900 - teppi frá kr. 18.900. Það er ekki verra þegar púði og teppi eru í stíl! 


Þessi samantekt er auðvitað bara brot af þeim möguleikum sem við bjóðum upp á. Fleiri hugmyndir er að finna á gjafahugmyndasíðunni þar sem við höfum meira að segja tekið saman sér flokk fyrir útskriftargjafir . Þá er auðvitað aldrei að vita hvað þið rekist á með því að vafra um síðuna. Við pökkum gjöfinni að sjálfsögðu inn en til þess þarf bara að skilja eftir athugasemd þegar þið pantið. Við komum gjöfinni svo í réttar hendur, sendum hana með pósti eða geymum hana þar til hún er sótt á Laugaveginn.