• Pappelina_will_mustard_vanilla

Pappelina nýjungar

Haustnýjungar frá Pappelinu

28. sep. 2016 Nýjungar pappelina

Pappelina kemur stöðugt á óvart og heldur okkur við efnið. Þetta litla sænska fyrirtæki er alltaf með puttann á púlsinum hefur undanfarin ár gefið út bæði vor- og haustlínu þar sem bæði form og litir eru í takt við nýjustu strauma og stefnur í innanhússtískunni. Eigum við að skoða mynstrin og litina sem bættust við í haust?

Dana

Pappelina Dana gólfmotta

Þessi motta kemur á óvart en hún gjörbreytist þegar henni er snúið við. Öðru megin er stílhreint mynstur samsett af sexhyrningum en mynstrið hinum megin minnir á frumbyggjalist frá suðrænum löndum. Hér er svo sannarlega hægt að tala um tvær mottur fyrir eina! 


Pappelina Dana gólfmotta - bakhlið
Af nýju mottunum er lang mest úrval í þessu mynstri en hún kemur í sjö stærðum og sex litum: turkís , rauðu , blágráu , okkurgulu , leirbrúnu og gráu . Auk klassísku renninganna í 70 cm breidd fæst Dana sem stór gólfmotta í stærðinni 180 x 275 cm.
Pappelina Dana stór gólfmotta


Koi

Pappelina Koi gólfmotta
Innblásin af hafinu bláa og íbúum þess. Koi skartar línulegu mynstri sem minnir á fjöll, öldur eða hreistur. Margir munu taka því fagnandi að Koi kemur í stærðinni 70 x 120 cm sem fæst ekki nema í þremur öðrum mynstrum þótt stærðin sé eftirsótt. Mottan kemur í þremur öðrum stærðum og fæst í litunum hafbláu, jaðigrænu, kampavínslitu og steingráu. 

 

Will

Pappelina Will gólfmotta

 

Þetta einfalda og klassíska mynstur minnir á twill-vefnað og sómir sér jafn vel í eldhúsinu og barnaherberginu. Will kemur í þremur litum: blágráu, sinnepsgulu og koksgráu en stærðirnar eru fjórar.

Við kynnum diskaþurrkur frá Pappelinu!

Pappelina diskaþurrka viskastykki

Nú getur þú fengið þér diskaþurrku í stíl við eldhúsmottuna og ekki skemmir fyrir að gæðin eru til fyrirmyndar. Þurrkurnar eru þéttofnar úr hör- og bómullarblöndu, þurrka vel og setja svip á eldhúsið. Diskaþurrkurnar koma í mynstrinu Rex sem hefur nú þegar slegið í gegn í mottunum. 

 

Skoða allar Pappelina mottur