• Súkkulaðikaka
    Súkkulaðikaka með hjálp Bamix sprotans

Heimsins einfaldasta súkkulaðikaka með Bamix

Uppskrift frá Helgu Gabríelu

22. maí 2017 Uppskriftir Bakstur Bamix eftirréttir veislur

Okkur fannst tilvalið að fá Helgu Gabríelu til að þróa uppskriftir fyrir Bamix töfrasprota , enda fylgjumst við með blogginu hennar og höfum gaman að. Hér kemur sú fyrsta og það má segja að hún komi skemmtilega á óvart - það er ekki öllum sem dettur í hug að nota töfrasprota við bakstur. Bamixinn hentar reyndar einstaklega vel til þess og súkkulaðikakan er fljótleg, einföld og ótrúlega girnileg.

Helga kom til okkar um daginn og valdi sér appelsínugulan sprota úr nýju litalínunni, eftir mikla umhugsun og litapælingar. Við verðum að segja að hann myndast bara frekar vel! 

Ég nota hann nánast daglega. Hvort sem það er til að mauka mat fyrir hann Loga minn, útbúa dressingar, pestó, hummus, mæjónes, súpur, þeyta rjóma eða mala. Þessi túrbógræja er elskuð heitt á heimilinu enda án efa eitt sniðugasta verkfærið í eldhúsinu. Hér er síðan uppskrift að auðveldustu súkkulaðiköku í heimi þar sem Bamixinn kemur vel að notum. Aðeins 5 hráefni og hún inniheldur engan hvítan sykur, ekkert hveiti og engar mjólkurvörur. Þið einfaldlega verðið að prufa þessa.

Bamix töfrasproti appelsínugulur

Botn

  • 4 lífræn egg
  • 15 ferskar mjúkar döðlur
  • 1,5 dl kakó

kökuformið þarf að vera ca 17 cm í þvermál

Hitið ofninn í 200 gráður. Fjarlægið steinana úr döðlunum og komið þeim fyrir í könnunni ásamt eggjunum og kakóinu. Passið uppá að vera með réttan hníf á sprotanum og maukið hráefnið í silkimjúka blöndu.

Bamix töfrasproti og fylgihlutir

Setjið bökunarpappír í form og hellið deginu í formið. Botninn þarf að bakast í 20-25 mínútur eða þar til yfirborðið er orðið þurrt. Kakan á að vera aðeins blaut inní.

Himneskt súkkulaðikrem

  • 1 dós kókosmjólk (köld)
  • 3-5 msk kakó
  • 1 msk hunang

 Bamix töfrasproti og fylgihlutir

Setjið kókosmjólk inn í ísskáp í klukkustund áður en farið er að þeyta. Passið uppá að nota ekki „light“ kókosmjólk því hún inniheldur bara meira vatn. Gott er að opna dósina að neðan og hella vökvanum af (vökvann má síðan geyma í ískápnum og er frábært að nota í t.d. boozt). Þykka partinum er síðan komið fyrir í könnunni með kakóinu og hunanginu og þeyttur í smá stund með sprotanum ( það er sérstök skífa sem fylgir með til að þeyta ). Smakkið síðan til, kannski vilji þið meiri sætu eða kakó.

Súkkulaðikaka

Uppskriftin birtist fyrst á www.helgagabriela.is