• Jansen+co ofnmót úr leir á bláum grunni.
    Terra er nýjung frá hollenska hönnunarfyrirtækinu Jansen+co

Brennd jörð í allri sinni litadýrð

Nýtt í Kokku: Terra línan frá Jansen+Co

14. nóv. 2017 Nýjungar Jansen+co

Terracotta leir hefur verið notaður í ýmsum tilgangi frá örófi alda enda er hann bæði hitaþolinn og einangrandi. Fjölbreytileiki og aðlögunarhæfi leirsins gera það að verkum að hann er jafn eftirsóknarverður í dag og áður. Það er liturinn sem gerir leirinn auðþekkjanlegan en þessi brenndi appelsínuguli litur er stundum kenndur við terracotta í daglegu tali. 

Í nýju Terra línunni frá Jansen+Co fá hráir eiginleikar leirsins að njóta sín. Hlýir jarðtónarnir ásamt hrjúfu yfirborði mæta andstæðu sinni sléttum glerjungnum og skærum litum. Þetta dásamlega jafnvægi lita og áferðar skapa vörulínunni einstakan karakter. Vörulínan samanstendur af mótum í fjórum stærðum og potti með loki. Leirinn kemur frá Portúgal og framleiddur þar af sannkölluðu handverksfólki. Hann þolir allt að 220°C í ofni.

 

 

Jansenco-graent

Terra línan frá Jansen+co sameinar jarðtóna og skæra liti

 

 

Jansenco-gratt

Einstaklega vel heppnuð hönnun eftir Anouk Jansen

 

 

Jansenco-rautt

Leirpotturinn hentar vel í hvers kyns hægeldun

 

 

Jansen+co ofnmót úr leir á bláum grunni.
Eldföst mótin koma í fjórum stærðum og mörgum litum

 

 


Anouk Jansen heldur á leirmóti eftir sig og brosir í myndavélinaUm Jansen+co


Jansen+co var stofnað í Amsterdam árið 2006 af Anouk Jansen og Harm Magis. Fyrirtækið hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir einstaka og litríka hönnun. Vörurnar frá Jansen+co sameina á einstakan hátt hágæða verksmiðjuframleiðslu með fallegu handbragði, klassísk form með nútímalegum áherslum og skæra liti með dempaðri tónum. Árið 2015 öðlaðist Serax dreifingarréttinn að Jansen+co og hafa bæði fyrirtækin vaxið og dafnað í samstarfinu.

Við höfum selt vörur frá Jansen+co í fjölda ára og ber þá helst að nefna My Mug línuna og kertastjakana fögru .