• Galdrakarlinn er loks kominn með sína eigin vörulínu en Þöngull og Þrasi fengu nýtt útlit

Nýir Múmínbollar 2018

Galdrakarlinn og Þöngull & Þrasi

07. mar. 2018 Nýjungar Arabia Moomin

Galdrakarlinn (Hobgoblin) kemur einungis fram í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansson frá árinu 1948. Hann hefur nú loks fengið sinn eigin borðbúnað. Þöngull og Þrasi (Thingumy & Bob) fengu einnig nýja borðbúnaðarlínu þar sem myndefnið tengist sömu sögu.

Versla Múmín matarstell

Taikuri-skissit-mustavalkoisetUpprunaleg teikning Tove Jansson af Galdrakarlinum á svarta pardusnum sínum

Pípuhattur Galdrakarlsins

Þöngull og Þrasi

Galdrakarlinn dularfulli býr á fjallstoppi nálægt Múmíndal. Snabbi, Múmínsnáðinn og Snúður finna pípuhatt Galdrakarlsins á fjallstoppinum. Hatturinn er ekki eins og hver annar hattur, en þegar eggjaskurni er hent ofan í hattinn þá breytist hann í ský og Múmínfígúrurnar fara á flug í skýjunum. Ævintýrið hefst á því að Galdrakarlinn kemur í Múmíndal á svarta pardusinum sínum til að leita að hinum heimsins stærsta og fallegasta rúbínstein, Konungsrúbínsteininum. Þöngull og Þrasi flýja með stóra rúbínsteininn í ferðatöskunni sinni. Rúbínsteininn er tákn um samband Þönguls og Þrasa og er það sagt endurspegla samband Tove Jansson við leikstjórann Vivicu Bandler. 

Skissa úr hönnunarferlinu

 

 

 

ARABIA_Moomin2017_The-Hobgobling_1LOW

Vörulína Galdrakarlsins

 

ARABIA_Moomin_2017_Thingumy-and-Bob_3LOW
Vörulína Þönguls og Þrasa 

 

Skissa úr hönnunarferlinu