• Uhmm box með ís
    Uhmm box þola allt frá -30°C frá +100°C

Uhmm Box

Ný og vistvæn nestisbox frá Danmörku

26. mar. 2018 Nýjungar uhmm

Íbúar Víetnam hafa, árþúsundum saman, notað pálmalauf til að ferðast með mat sem þau borða svo beint af sama laufinu. Þessa hefð nýttu hönnuðirnir á bak við Uhmm Box sem innblástur fyrir umhverfisvænu plastboxin sín . Nestisboxin er hægt að fletja alveg út og gera þau þannig að diski en eru þó nógu stíf til að hliðarnar haldist uppi ef til þarf. Uhmm Box spara þér pláss en hægt er að stafla þeim eða geyma upp á rönd inni í skáp auk þess sem þau raðast vel í uppþvottavél. Vorum við búin að nefna að þú þarft aldrei að leita að lokinu? 

Nestisboxin eru ekki 100% þétt heldur leyfa matnum „anda“ svo hann haldist ferskur. Þetta þýðir að boxin henta einstaklega vel til að geyma ferskvöru s.s. osta, salat, brauð og margt fleira. Þar sem Uhmm Box lætur aðeins lofta um matinn er hægt að skella því lokuðu inn í örbylgjuofn, gufan sleppur út og innihaldið hitnar fyrr. Þrátt fyrir þetta er boxið þétt og öruggt er að geyma allt nema fljótandi vökva í því. 

 

Uhmm box raðast í uppþvottagrind

Uhmm box fletjast alveg út svo gott er að geyma þau og vaska upp 

Minna kolefnisspor

Uhmm Box eru framleidd í Danmörku úr Pólýprópýlín sem er eitt öruggasta plastefni á markaðnum. Plastið er laust við eiturefni og endurvinnanlegt að fullu. Sé það ekki endurunnið, leysir Pólýprópýlín aðeins vatn og örlítið magn kolefna við brennslu. Boxin koma í alveg flötum umbúðum svo gott er að flytja þau en umbúðirnar sjálfar eru framleiddar úr viðarspæni sem fellur til við aðra framleiðslu. 

 

Uhmm box með ís

Skelltu Uhmm boxinu þínu í frystinn eða örbylgjuofninn

 

 

Uhmm undir saumadót

Ekki bara fyrir mat

Notaðu Uhmm Box líka inni á baði og
í barnaherberginu! Boxin eru alls ekki takmörkuð við mat - falleg hönnunin sómir sér hvar sem er. Það fer vel um snyrtivörur, tréliti, smáhluti og ótal margt fleira í Uhmm Boxinu þínu. 


 

 

 

Uhmm_litir

 

Möguleikarnir eru endalausir

Uhmm Box komu í alls sextán litasamsetningum en boxin sjálf eru í til í sjö litum sem svo er hægt að velja um jafnmarga liti af festingum á. Litirnir eru mildir og fallegir og ættu bæði hin litaglöðu og þau íhaldssamari að nna eitthvað við sitt hæfi. Skoðaðu allt litaúrvalið af Uhmm nestisboxum á Kokka.is