• Pappelina_outdoor_3_creative

Pappelina á pallinn

Pappelina á pallinn! Nú, eða út í garð og inni í stofu...

24. maí 2018

Nýju púðarnir frá Pappelinu eru saumaðir úr hinu franska Sunbrella® efni, nánar tiltekið akrýlefni sem notað er í sólhlífar. Það hrindir frá sér vatni, skít og UV geislum en gefur bómullinni ekkert eftir í mýkt eða áferð. Hægt er að renna áklæðinu af og undir því er að finna lungamjúka gerfiefnisfyllingu sem erfitt er að trúa að sé ekki æðadúnn. Sunny og Ray púðarnir eru hannaðir til að notkunar utandyra en eiga jafn mikið erindi inn í stofu enda smellpassa þeir við Pappelinu mottuna þína. Púðarnir koma nefnilega í 26 litum og tveimur stærðum.


Pappelina_ray_outdoor_cushion_creative


Pappelina_mono_table_runner_creative

Í gegn um árin, það er frá því við byrjuðum að selja Pappelinu mottur, hafa margir haldið í fyrstu andrá að þær séu borðdreglar (enda eru þetta óvenju fallegar gólfmottur!). Við vitum meira að segja til þess að fólk hafi keypt þær með það fyrir augum að hafa uppi á borði! Nú er Pappelina farin að svara eftirspurninni með borðdreglum í tveimur mynstrum: Mono og Svea sem margir kannast við í gólfmottunum. Bæði mynstrin eru svo til einlit en Mono er, þegar vel er að gáð, fínröndótt meðan Svea inniheldur alltaf þráð með málmáferð. Dreglarnir passa því við flest önnur mynstur af mottunum en litríku Mono dreglarnir og þeir dempaðri í Svea mynstrinu koma í alls 23 litum og fimm stærðum. Þar sem borðdreglarnir eru úr sama slitsterka PVC efninu og gólfmotturnar gefur auga leið að þeir henta glimrandi vel utandyra. Þeir þola nefnilega bæði kulda og hita, vott og þurrt og allt þar á milli. 


Í tilefni af þessum nýjungum ætlum við að bjóða 20% afslátt af öllum sérpöntuðum stórum gólfmottum í Svea og Mono línunum og púðum og dreglum í stíl ! Við hvetjum ykkur til að grípa gæsina því tilboðið gildir eingöngu þessa helgi eða út mánudaginn 11. júní.