• Oskalisti_svonu

Óskalisti Svönu

Svana hjá Svart á Hvítu deilir með okkur jólagjafahugmyndum

03. des. 2017 gjafir jól Svart á hvítu

Svana Lovísa Kristjánsdóttir ætti að vera kunnug flestum Íslendingum sem hafa áhuga á hönnun. Hún heldur úti einni uppáhalds bloggsíðunni okkar, SVART Á HVÍTU á Trendnet.is , sem jafnramt er mest lesna hönnunar- og heimilisblogg landsins. Þegar við spurðum Svönu um jólahefðir komumst við að því að jólatré heimilisins er ævintýraveröld með dýraþema og hún er veik fyrir bæði sveppasósu og lakkrístoppum en reyktur matur kallar ekki fram jólaandann. Loks fengum við hana til að setja saman smá jólagjafalista en Svana fór létt með það og valdi hvorki meira né minna en 20 hluti á óskalistann !

Fyrsta matarminningin í tengslum við jólin? 

Sveppasósan hennar ömmu stendur uppúr, hana fékk ég alltaf að smakka til og borða hana enn í dag nánast eins og súpu. Ég á þó ekki margar ljúfar jólamatarminningar úr æsku, ég er með óþol fyrir öllum reyktum mat, þ.m.t. hangikjöti og átti ófá jólin veik þar sem enginn vissi hvað amaði að. Mig hryllir við tilhugsuninni í dag að borða hangikjöt eða hamborgarahrygg sem flestir tengja við góðar minningar.

Hvað er í jólamatinn og hver sér um að elda? 

Mamma sér um að elda og síðustu ár hefur verið önd ásamt hrikalega góðum humarrétt í forrétt til skiptis við ljúffenga kavíarrönd frá ömmu. Ég á svo yndislega fjölskyldu sem fórnar öllum reyktum mat yfir hátíðarnar fyrir mig.

Hvaða jólahefð er algjörlega ómissandi í þínum huga? 

Allir þessir fjölskyldu og vinahittingar eru ómissandi í mínum huga og mér þykir mjög vænt um þá. Heimsókn í kirkjugarðinn um jólin er mikilvæg fyrir sálina og þrátt fyrir allt þá er einhvern jólaanda þar að finna.

Ert þú ein af þeim sem er með stíliserað jólatré eða með skraut úr öllum áttum? 

Ég er með skraut úr öllum áttum og kaupi eitthvað nýtt í safnið á hverju ári, helst erlendis frá, það eru fuglar, refir, stjörnur, glimmerkúlur, kisa og hreindýr sem skreyta tréð mitt núna, svo það er óvart orðið smá dýraþema haha.

Uppáhalds smáköku„sort“? 

Ef ég kemst í lakkrístoppa þá get ég ekki hætt að borða fyrr en þeir klárast allir… svo ég reyni að baka þá helst ekki.

Randalína með sultu eða smjörkremi? 

Smjörkremi allan daginn!

Hvað er á óskalistanum?

Pappelina motta væri draumajólagjöf ásamt gylltri Korbo körfu, síðan má alltaf bæta við sig fallegu punti í eldhúsið. To go hitamál, falleg salatáhöld, koparpottur, lín dúkur og annað fínerí sem skreytir heimilið.

 

Oskalisti_svonu_21. Insalata salatáhöld 2. Ginza old fashioned glas 2. Perle hitaplatti 4. Saltmörgæsin frá Spring Copenhagen 5. Linn gólfmotta frá Pappelinu 6. Jansen+Co marmaradiskur 7. Mason Cash „pudding“ skál 8. Múmínbolli Ást 9. Korbo karfa  10. Raumgestalt eikarbretti

Oskalisti_svonu_311. Filippa K skál 12. Filippa K diskur 13. Lucca glas frá Bitossi Home 14. Himla hördúkur 15. EM77 kanna frá Stelton 14. Silikonmót fyrir bento box 17. To Go ferðamál frá Stelton 18. Bark Bazar silikonvaffla 19. Inocuivre koparpottur frá deBuyer 20. Disko diskamotta

Skoðaðu allar vörur á óskalistanum hér!

 

Svana

SVART Á HVÍTU


Svana Lovísa Kristjánsdóttir stofnaði Svart á hvítu árið 2009 meðan hún var við nám í vöruhönnun í Hollandi. Síðan þá hefur bloggið vaxið og dafnað og er í dag mest lesna hönnunar- og heimilisblogg Íslands. Svana hefur getið sér orð fyrir einstaka smekkvísi en hún er þekkt fyrir látlausan stíl sem einkennist af grátónum í bland við fölbleikan - með smá vott af gylltu og glamúr. Svart á hvítu er í góðum félagsskap á Trendnet.is en þar er að finna marga vinsælustu lífstílsbloggara landsins. Auk bloggsins má finna Svönu á öllum helstu samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Facebook, en hún tekur líka gjarnan upp pennann sem blaðamaður.