Pappelina er 20 ára!

20% afmælisafsláttur í september

02. sep. 2019 Nýjungar pappelina

Frá stofnun Pappelinu, árið 1999, hefur stefna fyrirtækisins verið að skapa gleði og gefa lífinu lit með einstökum mottum. Þó svo að vörurnar finnist víða um heiminn hefur hjarta fyrirtækisins ávalt legið í Dölunum í Svíþjóð þar sem motturnar eru enn vafðar af mikilli snilli.Vera í vinnsluÍ dag framleiðir Pappelina u.þ.b. 100.000 mottur á ári og fást þær í 26 löndum.
Á þessum tuttugu árum hefur Pappelina betrumbætt og straumlínulagað vefnaðartæknina en haldið því sem einkennir þessar frábæru ofnu mottur. Hver Pappelinu motta er stílhrein og hagnýt, búin til af mikilli ástríðu og stolti.
Í tilefni tuttugu ára afmælis Pappelinu munum við bjóða upp á sérstakt afmælistilboð á Pappelinu mottunum. Í september verður 20% afsláttur af öllum mottum (einnig sérpöntuðum) og gildir tilboðið til og með 30. september 2019.

Nýtt mynstur í haust

Í september kemur einnig nýtt mynstur frá Pappelinu, Effi.


EffigraenÞessi Effimotta er eplagræn og koksgrá með vanillulituðum grunnþræði.

Effi motturnar koma í 12 ólíkum litum og er hver motta ofin með þremur litum. Því er munstrið afar skemmtlegt og nýstárlegt, og litasamsetningarnar eru eins ólíkar og þær eru margar.

Smelltu hér til að skoða allar Pappelinurnar.