Blogg: nýjungar

Pappelina er 20 ára! - 02. sep. 2019 Nýjungar pappelina

Í tilefni tuttugu ára afmælis Pappelinu munum við bjóða upp á sérstakt afmælistilboð á Pappelinu mottunum. Í september verður 20% afsláttur af öllum mottum (einnig sérpöntuðum) og gildir tilboðið til og með 30. september 2019.  Smelltu hér til að skoða motturnar.

Lesa meira
Uhmm box með ís

Uhmm Box - 26. mar. 2018 Nýjungar uhmm

Íbúar Víetnam hafa, árþúsundum saman, notað pálmalauf til að ferðast með mat sem þau borða svo beint af sama laufinu. Þessa hefð nýttu hönnuðirnir á bak við Uhmm Box sem innblástur fyrir umhverfisvænu plastboxin sín. Nestisboxin er hægt að fletja alveg út og gera þau þannig að diski en eru þó nógu stíf til að hliðarnar haldist uppi ef til þarf. Uhmm Box spara þér pláss en hægt er að stafla þeim eða geyma upp á rönd inni í skáp auk þess sem þau raðast vel í uppþvottavél.

Lesa meira

Nýir Múmínbollar 2018 - 07. mar. 2018 Nýjungar Arabia Moomin

Eftir tveggja ára hönnunarferli hefur Arabia gefið út tvær nýjar Múmín línur, galdrakallinn og Þöngul & Þrasa. Hönnuðurinn, Tove Slotte, byggir teikningar sínar á upprunalegum teikningum Tove Jansson. Myndirnar sýna íbúa Múmíndals í hinum ýmsu verkefnum en bakgrunnsliturinn endurspeglar persónuleika þeirra. Fyrsti söludagur á Íslandi er föstudagurinn 9. mars. 

Lesa meira
Jansen+co ofnmót úr leir á bláum grunni.

Brennd jörð í allri sinni litadýrð - 14. nóv. 2017 Nýjungar Jansen+co

Í nýju Terra línunni frá Jansen+Co fá hráir eiginleikar terracotta leirsins að njóta sín. Hlýir jarðtónarnir ásamt hrjúfu yfirborði mæta andstæðu sinni sléttum glerjungnum og skærum litum. Þetta dásamlega jafnvægi lita og áferðar skapa vörulínunni einstakan karakter. Vörulínan samanstendur af mótum í fjórum stærðum og potti með loki.

Lesa meira
Pappelina_will_mustard_vanilla

Pappelina nýjungar - 28. sep. 2016 Nýjungar pappelina

Sænsku motturnar frá Pappelinu hafa eignast ótal aðdáendur hér á Íslandi. Yfirleitt hafa allir getað fundið eitthvað við sitt hæfi enda frábært úrval. Svíarnir sjá þó síður en svo ástæðu til að slaka á og eru sífellt að bæta við nýjum mynstrum og stærðum. Í þessari færslu förum við yfir haustnýjungarnar frá Pappelinu.

Lesa meira
Pappelina_fia_tulip_creative

Nýjungar frá Pappelinu - 28. jan. 2016 Nýjungar

Við kynnum vörulínuna fyrir árið 2016 frá Pappelinu. Það er ótrúlegt hvað þessi litli sænski mottuframleiðandi er duglegur að koma með nýjungar en væntanlegt er nýtt mynstur, margir nýir litir og aðrar spennandi nýjungar.

Lesa meira

Magic Grip frá Kahla - 10. jún. 2015 Nýjungar Kahla

Kahla boðar byltingu í postulíni. Dîner - nýtt stell og eldföst form með sílikonrönd á botninum. Praktískt, eldfast, eiturefnalaust og endingargott.

Lesa meira

Korbo körfur - 15. maí 2015 Vörumerki Nýjungar Korbo

Handunnu körfurnar frá Korbo eiga sér ríka sögu í heimalandi sínu, Svíþjóð. Þær eru ekki bara fallegar heldur líka sterkbyggðar og notadrjúgar. Körfurnar þóttu áður ómissandi fyrir bændur og sjómenn þar sem þær þola vel álag en eru núna orðnar vinsælt stofustáss. Korbó körfur fást í þremur útgáfum og átta stærðum.

Lesa meira

Hollara örbylgjupopp - 12. maí 2015 Uppskriftir Fróðleikur Nýjungar Viðburðir Lékué

Popp í nýju örbylgju poppskálinni frá Lékué - myndir og uppskriftir. Hvað má bjóða þér? Karrýpopp, súkkulaðipopp eða brakandi hollt popp án olíu?

Lesa meira

Crush eftir Filippu K - 27. apr. 2015 Nýjungar

Filippa K er fatahönnuður sem flestir Íslendingar ættu að kannast við. Hún hannar líka fallegar krúsir sem við höfum verið með til sölu í Kokku í dágóðan tíma.

Lesa meira

Pappelinu nýjungar - 16. mar. 2015 Nýjungar pappelina

Mottulínan 2015 er lent; Fjögur ný mynstur, nýir litir og lengdir sem hafa ekki fengist áður! 

Lesa meira