Við fengum verðlaun!

Kokka fyrst íslenskra verslana til að finna GIA verðlaun

19. mar. 2018 Fréttir

Kokka hlaut á dögunum hin virtu GIA verðlaun, Alþjóðleg nýsköpunarverðlaun (Global Innovation Awards ), í flokki framúrskarandi verslana. Þetta í fyrsta sinn sem íslensk verslun hlýtur þessa viðurkenningu og er Kokka í flokki með vinningshöfum á borð við Harrods í Bretlandi, sænsku vefverslunina Royaldesign.se og uppáhaldið okkar í Þýskalandi, Manufactum . Hreint ekki slæmur félagsskapur það! Alls hlutu 27 verslanir í 26 löndum GIA verðlaunin við mikla viðhöfn í Chicago og skruppum við að sjálfsögðu vestur um haf til að taka við þeim. Við kíktum líka á vörusýninguna hjá Alþjóðlegu húsbúnaðarsamtökunum (International Housewares Association) sem er ein sú stærsta í heiminum en samtökin halda einmitt líka utan um verðlaunin. 

 

Gia-kokka

Kokkusystur taka alsælar við verðlaununum

Vinningsferlið er búið að vera sannkallaður rússíbani. Það er um hálft ár síðan ritstjóri tímaritsins Tableware International hafði samband og bað okkur um að taka þátt en þau tilnefna vinningshafa, m.a. frá Íslandi og Noregi, sem alþjóðleg dómnefnd sker síðan úr um. Við skiluðum inn svörum við alls konar spurningum um markaðsmál, þjálfun starfsmanna og almenna heimspeki. Þegar kom svo í ljós að við vorum búin að vinna og tímaritið vantaði undir eins almennilegar myndir úr búðinni hringdum við í góðan vin okkar, Vigfús Birgisson ljósmyndara , sem bjargaði deginum með glæsibrag enda sannur fagmaður. 

MyndurbudMynd eftir Vigfús Birgisson

Myndurbud2Mynd eftir Vigfús Birgisson