flöskur og brúsar

Soulbottles glerflaska með gyllingu

Veldu það besta fyrir þig og umhverfið. Vissir þú að einungis 1 af hverjum 10 PET flöskum eru endurunnar? Í staðinn enda þær í landfyllingum eða úti á hafi þar sem þær eru 450 ár að brotna niður. Glerflöskurnar frá Soulbottles endast mun lengur en plastflöskur auk þess sem þær eru að sjálfsögðu lausar við öll mýkingarefni og annan óþverra. Þær eru sterkar og handhægar en allar flöskurnar eru með innbyggt handfang á tappanum. Vatnsflöskurnar eru framleiddar í Berlín og 20% af glerinu í þeim er endurunnið. Þegar að því kemur er hægt að kaupa auka þéttihringi svo flaskan endist sem lengst.

Drykkjarflöskur með sál. Fyrir hverja selda flösku gefum við 1€ til verkefnis á vegum hjálparsamtakanna Viva con Agua sem miðar að því að sjá íbúum Chitwan svæðisins í Nepal fyrir hreinu vatni.

Verð 4.490 kr.

  • LandÞýskaland
  • EfniviðurGler
  • Stærð0,6 L

Vörumerki

Soulbottles