brauð og pizzur

brauðsett, kremlitað

Með brauðsettinu frá Emile Henry geturðu bakað allskyns brauðhleifa, hvort um sé að ræða súrdeigsbrauð, rúg eða spelt og þar fram eftir götum. Emile Henry keramíkin gerir það að verkum að bakstur brauðsins er keimlíkur þeim bakstri sem fer fram í sérstökum brauðbakstursofnum. Með lokinu á helst rétt rakastig og gerir það að verkum að skorpan verður stökk og gullin og brauðið sjálft verður mjúkt og létt. Í botni formsins eru rákir svo brauðið losni auðveldlega úr forminu ásamt handföngunum á hvorri hlið fyrir sig. Hægt er að nota stóra kúpulinn sem vinnuskál við gerð brauðdeigsins þegar forminu er hvolft. Formið er glerjað svo það dregur ekki í sig neinn raka og má jafnframt setja í uppþvottavél.
Þolir frá -20 til 270°

Emile Henry vörurnar eru handgerðar í Burgundy ríkí í Frakklandi.

Verð 15.900 kr.

  • LandFrakkland
  • EfniviðurKeramík
  • Stærð32,5 x 30 CM

Vörumerki

Emile Henry