brýni og stál

Chef's Choice Pronto 464 handbrýni

Þetta handhæga demantsbrýni er fyrir evrópska hnífa sem eru brýndir beggja vegna með 20° fláa. Pronto brýnið stendur undir nafni en það er einstaklega hraðvirkt og þægilegt í notkun. Tvö misgróf þrep eru á brýninu: Fyrra þrepið slípar nýja egg á hnífinn en það seinna fínpússar hana. Tennta hnífa má brýna með seinna þrepinu. Bæði þrepin eru demantsbrýni. Brýnið skorðar hnífinn vel auk þess sem undirlag þess er úr mjúku gúmmíi en það er einnig á haldinu. Þetta minnkar líkurnar á slysum og kemur í veg fyrir að manni fipist og skaði þar með hnífseggina.

Brýnið hentar til almenns viðhalds á eftirfarandi hnífum:
Kokkahnífar
Santoku hnífar
Brauðhnífar
Úrbeiningarhnífar
Veiðihnífar
Vasahnífar

Verð 7.900 kr.

  • LandUSA
  • EfniviðurDemantur
  • Stærð21,5 X 7 X 5,5 CM

Vörumerki

Chefs Choice