pottar

járnpottur

Steypujárnspottur frá Lodge sem hægt er að nota á hellu eða í ofni. Tilvalin í hægeldun eða brauðbakstur. Hentar fyrir rafmagnshellur, keramik, gas og span.

Lodge hafa framleitt steypujárn í bænum Suður-Pittsburg síðan árið 1896. Verksmiðjan er nú ein eftirlifandi sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur verið fjölskyldurekið frá upphafi og er nú í höndum fjórðu kynslóðar Lodge fjölskyldunnar. Árið 2002 byrjuðu Lodge með nýja línu sem þau kalla Lodge Logic en þá er steypujárnið bakað í feiti og tilbúið til notkunar. Nú eru allar vörur frá þeim meðhöndlaðar á þennan hátt áður en þær fara úr verksmiðjunni og því er ekkert því til fyrirstöðu að skella pönnunni eða pottinum beint á helluna.

Verð 22.900 kr.

  • LandUSA
  • EfniviðurJárn
  • Stærð4,7 L.

Vörumerki

Lodge