hrærivélar

Ankarsrum korn-og kaffikvörn

Þegar þú kaupir Assistent Original hrærivél ertu að fjárfesta í gæðum og sjálfbærni frá byrjun til enda.


Assistent Original hrærivélarnar frá Ankarsrum hafa verið framleiddar síðan á 5. áratugnum í Ankarsrum í Svíþjóð. Vélarnar eru enn framleiddar í iðnaðarbænum Ankarsrum í Smálöndunum og settar saman í höndunum. Þetta eldhústæki er framleitt til þess að endast, hver einasta vél fer í gegnum prófun áður en hún er send frá framleiðanda og er vélin með 7 ára ábyrgð.


Ankarsrum hófu framleiðslu á Assistent vélunum árið 1940 og hafa síðan árið 1969 framleitt vélarnar í Ankarsrum í Smálöndunum. Fólk frá Smálöndunum er þekkt fyrir að vera hófsamt og því eru Assistent Original vélarnar ekki aðeins gerðar til að auðvelda þér eldhúsverkin eða til þess að gera þau skemmtilegri, heldur eru þær gerðar til þess að endast.

Korn-og kaffikvörnin passar á Ankarsrum hakkavélina. Með þessum fylgihlut geturðu mulið þitt eigið kaffi eða hveiti með hrærivélinni þinni. Hægt er að stilla grófleikann 0,25 - 0,45 mm. Það er einnig hægt að mylja fræ og krydd, sveppi og maís og sojabaunir. Gætið þess þó að það er aðeins hægt að mylja þurrkuð hráefni í kvörninni.


Verð 26.500 kr.

  • LandSvíþjóð
  • EfniviðurStál og plast

Vörumerki

Ankarsrum