kaffi og te

Contessa kaffivél

Contessa kaffivélin færir kaffihúsið heim. Hún er hluti af ChefLine línu Graef og er mjög skemmtileg í notkun. Hægt er að hella upp á einfaldan eða tvöfaldan espresso bolla í einum hvelli sem og flóa mjólk með freyðaranum (360°) samtímis. Kaffivélin er með þrefalt svokallað „thermoblock“ hitakerfi sem stýrir vatnssuðunni (900 W), gufunni (1400W) og hitar greiparhausinn(150W). Þrýstingurinn nær allt að 16 börum fyrir kaffi og gufuþrýstingurinn nær 6 börum en vélin er þó ekki hávær.
Vatnstankurinn er 2,5 lítrar og laus svo auðvelt er að fylla á hann hann og þrífa. Það er innri hitastýring í vélinni sem heldur vatninu á milli 86°-98° hita. Þá er hægt að hita bollana upp með því að geyma þá ofan á kaffivélinni.

Verð 298.000 kr.

  • LandÞýskaland
  • EfniviðurStál
  • Stærð31,5x42,5x48 CM

Vörumerki

Graef