lítil raftæki

Bubliq sódatæki, svart

Með Bubliq sódatækinu geturðu sett kolsýru í alla drykkina þína, hvort um sé að ræða vatn, vín, kokteila, safa, límonaði og margt margt fleira. Þá er einnig hægt að setja ávexti og grænmeti út í drykkinn áður en hafist er handa. Lögun sódatækisins er nett og afar stílhrein, því er ekki erfitt að finna stað fyrir það á heimilinu.
Tækið gengur fyrir kolsýruhylki sem hægt er að versla hjá okkur og síðan skila gegn skilagjaldi til okkar í verslunina að notkun lokinni til áfyllingar. Það er hægt að nota hvaða kolsýruhylki sem er 425 gr. Bubliq er eintaklega þægilegt í notkun en þú þarft aðeins að tylla flöskunni í standinn (ekki skrúfa) og ýta nokkrum sinnum á lokið til að fá drykkinn þinn kolsýrðan. 800 ml flaska fylgir tækinu en það er einnig hægt að kaupa þær stakar.
Þar sem sódatækið er ekki fyrirferðamikið er auðvelt að þrífa það, það þarf aðeins að passa þegar verið er að setja kolsýru út í aðra drykki en vatn að skola lokið með volgu vatni. Það má ekki setja Bubliq sódatækið eða sódaflöskuna í uppþvottavél.


Verð 25.900 kr.

  • LandDanmörk
  • EfniviðurPlast
  • Stærð42,5 x 8 x 16,5 CM

Vörumerki

Bubliq