töfrasprotar

SliceSy kvörn fyrir töfrasprota

SliceSy breytir Bamix töfrasprotanum í alhliða matvinnsluvél. Með kvörninni er hægt að nota Bamix töfrasprotan til að hakka, rífa og sneiða grænmeti, ávexti og kjöt. Kvörrnin er einföld í notkun, töfrasprotanum er einfaldlega stungið í þar til gert pláss á loki kvarnarinnar og hann svo settur í gang. Á lokinu er trekt með fingurhlíf sem kemur í veg fyrir að hægt séð að slasa fingur þegar kvörnin er notuð. Botn skálarinnar er dreginn upp þegar búið er að hakka eða rífa svo að engin þörf er á að nota sleikjur eða skeiðar til að ná matnum upp úr skálinni. Fjöldi mismunandi skífa sem rífa í mismunandi grófleikum og sneiða misþykkar sneiðar gerir kvörnina afar hentuga og hakkarinn ræður við flest meðalstór verkefni.

Bamix töfrasprotarnir hafa ekki breyst mikið síðustu 60 árin. Þeir voru fyrstu matvinnsluvélar sinnar tegundar árið 1954 þegar framleiðslan hóft í Sviss þar sem sprotarnir eru enn framleiddir. Í dag eru Bamix komnir í nýtískulegri búning og margir fylgihlutir hafa bæst við. Þrátt fyrir að vera fyrirferðarlitlir er mótorinn mjög kraftmikill. Framleiðendur Bamix hika ekki við að lýsa því yfir að hann sé öflugasti töfrasprotinn á markaðnum.

Verð 18.900 kr.

  • LandSviss
  • EfniviðurPlast

Vörumerki

Bamix