töfrasprotar

Bamix aukaþeytari

Bamix skífan er frábær í allt sem á að verða létt og loftmikið. Hún hrærir mús og eggjahvítur. Þeytir rjóma og jafnvel undanrennu og fjörmjólk í fitulitíð rjómalíki. Blandar sósur (t.d. béchamel og hollandaise). Jafnar og gerir hristinga og blöndur (smoothies) loftmiklar. Freyðir rjómasúpur og froðumikla eftirrétti. Bamix skífan fylgir öllum Bamix töfrasprotum.Bamix töfrasprotarnir hafa ekki breyst mikið síðustu 60 árin. Þeir voru fyrstu matvinnsluvélar sinnar tegundar árið 1954 þegar framleiðslan hóft í Sviss þar sem sprotarnir eru enn framleiddir. Í dag eru Bamix komnir í nýtískulegri búning og margir fylgihlutir hafa bæst við. Þrátt fyrir að vera fyrirferðarlitlir er mótorinn mjög kraftmikill. Framleiðendur Bamix hika ekki við að lýsa því yfir að hann sé öflugasti töfrasprotinn á markaðnum.

Verð 1.890 kr.

  • LandSviss
  • EfniviðurStál

Vörumerki

Bamix