töfrasprotar

Gastro töfrasproti

Bamix Gastro töfrasprotinn er 200W og fer í 17000 rpm (snúningar á mínútu).  Sprotinn er vatnsþéttur upp að gráu línunni og á honum eru tvær hraðastillingar. Með töfrasprotanum má jafna, hakka, þeyta, hræra, mauka og mala grænmeti, ávexti, kjöt, ís og ýmsa vökva. Gastro töfrasprotinn er lengri en aðrir töfrasprotar, það er 39,5 cm á lengd. Sprotanum fylgja þrír hnífar og veggstatíf


Bamix töfrasprotarnir hafa ekki breyst mikið síðustu 60 árin. Þeir voru fyrstu matvinnsluvélar sinnar tegundar árið 1954 þegar framleiðslan hóft í Sviss þar sem sprotarnir eru enn framleiddir. Í dag eru Bamix komnir í nýtískulegri búning og margir fylgihlutir hafa bæst við. Þrátt fyrir að vera fyrirferðarlitlir er mótorinn mjög kraftmikill. Framleiðendur Bamix hika ekki við að lýsa því yfir að hann sé öflugasti töfrasprotinn á markaðnum.

Verð 31.900 kr.

  • LandSviss
  • Stærð200 W

Vörumerki

Bamix