grilla

Hibachi kolagrill

Það jafnast fátt á við grilla yfir kolum, ilmurinn, bragðið og áferðin eru engu lík. Þetta litla kolagrill frá Lodge er nógu lítið til að kippa með sér í útilegu eða veiðiferð en er líka frábært að nota úti á palli, í garðinum og jafnvel bara á veisluborðinu sjálfu (bara úti samt!). Grillið sjálft er úr smíðajárni og með góðum kolum er hægt að ná upp funhita hvort sem ætlunin er að skella í glóðaða nautasteik, grilla girnilegan prjónamat að japönskum hætti eða reiða fram munnvatnsaukandi grænkeraveislu. Notið grillið aðeins á jöfnu, hitaþolnu undirlagi og ekki gleyma að gefa því tíma til að kólna áður en það er fært eftir eldamennskuna. Geymið á þurrum stað.

Verð 38.900 kr.

  • EfniviðurJárn
  • Stærð51 X 26 X 21 CM

Vörumerki

Lodge