lyfta, blanda, skafa

Epicurean deigskafa

Epicurean vörurnar eru búnar til úr pressaðri trjákvoðu og „richlite“. „Richlite“ efniviðurinn er samsettur úr pappírsefnivið frá borginni Tacoma í Washingtonríki. Pappírinn er gegndreyptur í trjákvoðu, blautum blaðsíðunum raðað hver ofan á aðra og er örkin því næst pressuð saman af gríðarlegum krafti og með miklum hita þar til úr verður gegnheill efniviður. Úr verður vara sem er fádæma sterk en minnir í senn á hlýjan við. Áhöldin eru létt, draga ekki í sig vökva, fara vel með hnífana þína og mega fara í uppþvottavél.

Verð 2.980 kr.

  • LandUSA
  • EfniviðurPressuð trjákvoða
  • Stærð15 x 10 CM

Vörumerki

Epicurean